Endurbætur á leikvelli milli Austurbrúnar og Kambsvegs

Endurbætur á leikvelli milli Austurbrúnar og Kambsvegs

Endurbætur á leikvelli milli Austurbrúnar og Kambsvegs

Points

Var búin að setja upp skjal með loftmynd af leikvellinum þar sem ég var búin að merkja inn helstu atriðin. En þar sem ég get ekki sett inn viðhengi verður þetta bara að duga. AÐGENGI: Bæta aðgengi að leikvellinum bæði úr austri og vesti / frá Austurbrún og Kambsvegi • RAUTT: Öryggi við enda gangstígs við Kambsveg: Þar sem göngustígurinn endar er engin gangstétt, gangbraut eða hraðahindrun. Gangstígurinn endar því beint út á opinni umferðargötu. • GULT: Tengja þarf betur gangstíga sitthvorum megin við Austurbrún sem liggja að leikvellinum; þarna þyrfti að vera gangbraut, helst með hraðahindrun. LEIKVÖLLUR: Í raun mætti endurskipuleggja þetta svæði frá grunni og gera það mjög skemmtilegt. En hér eru nokkrar litlar hugmyndir sem gætu bætt svæðið verulega. • SVART: Í fyrsta lagi er gamall óvirkur ljósastaur inni á lóðinni sem er nauðsynlegt að fjarlægja og skipta út fyrir nýjan sem allra fyrst. Rafmagnsvír hefur verið grafinn upp og liggur eins og hráviði við staurinn þar sem bæði börn og dýr geta flækst í og/eða dottið um hann. • LJÓSGRÆNT: Leikvöllurinn er mjög berangurslegur og mætti með gróðursetningu t.d. rifsberjarunna eða hverskyns trjáa/ runna lífga töluvert upp á hann. Norð-austur hornið væri t.d. kjörið fyrir rifs-/ sólberjarunna (svæði merkt með litlum ljósgrænum hring). Þar mætti líka gjarnan setja almennilegan bekk („strætóbekk“ með baki). • Opna mætti leikvöllinn á fleiri stöðum. Í dag er eitt hlið austanmegin á girðingu sem umlykur allan leikvöllinn. Þetta eru í raun leifar frá því þetta var Gæsluvöllur. Taka mætti alla girðinguna niður eða opna hana á fleiri stöðum en hægt er í dag. • GRÆNT: Nyrsti hluti þessa opna leiksvæðis var tyrft fyrir nokkrum árum, gaman væri að taka þá breytingu alla leið og setja fótboltamörk á túnið. • Einnig væri gaman að setja upp hlaðið útigrill fyrir kol. Það væri kjörið fyrir vinahópa, hverfahátíðir og barnaafmæli á góðum dögum. Samskonar grill njóta mikilla vinsælda t.d. í Furulundi í Heiðmörk. Því myndi þurfa að fylgja borð með áföstum bekkjum og ruslatunna. Keyptir hlutir Ein. verð Magn Verð Fótboltamark 8.400 2 16.800 Leikfangaland.is Hef því miður hvorki reynslu né þekkingu til að meta kostnað við gerð gangbrauta/ hraðahindrana eða annarra vinnuliða við þetta verkefni. Strætóbekkkur 92.043 1 92.043 Járnsteypan.is Berjarunni 2.500 10 25.000 Áætlað? Ruslatunna 8.000 1 8.000 Áætlað? Hlaðið útigrill 30.000 1 30.000 Áætlað? Garðborð m bekk 23.740 1 23.740 BYKO.is 195.583

Bæta öryggi gangandi vegfarend að leikvellinum bæði frá Austurbrún og Kambsvegi: Kambsvegur: Þar sem göngustígurinn endar er engin gangstétt, gangbraut eða hraðahindrun. Gangstígurinn endar beint úti á opinni umferðargötu. Austubrún:Tengja þarf betur gangstíga sitthvorum megin við Austurbrún sem liggja að leikvellinum; þarna þyrfti að vera gangbraut, helst með hraðahindrun. Hugmyndir sem gætu bætt leikvöllinn: Gróðursetning runna Opna gyrðingu umhverfis leiksvæðið Mörk á túnið Hlaðið grill

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information