Meiri gróður á Lækjartorg og í Austurstræti

Meiri gróður á Lækjartorg og í Austurstræti

Meiri gróður á Lækjartorg og í Austurstræti

Points

Heillandi væri ef hægt væri að gróðursetja tré á Lækjartorgi og hressa við trjágróðurinn í Austurstræti. Sígræn tré myndu létta vetrarlundina og fleiri blómaker yfir sumartímann gleðja hjartað. Tré á Lækjartorgi gætu myndað skjól gegn norðanvindinum og fegrað grátt torgið.

Lækjartorg er grátt og dautt. Um að gera að hressa upp á þetta. Of hár Héraðsdómur, húsið sem átti að rífa og fleiri hönnunarslys.

Héraðsdóm burt og verslunarmiðstöð í það hús, eða eitthvað annað en héraðsdómur getur vel verið annarsstaðar.

Aukinn gróður hefur róandi áhrif á sálartetrið og með honum fegrum við umhverfi okkar og gerum það hlýlegra og afslappaðra.

Og reyna að koma í veg fyrir að blómabeðið á Lækjartorgi sé notað sem leiksvæði fyrir börn sem bíða eftir strætó. Hef oft séð foreldra lyfta börnum upp, og segja þeim að fara í feluleik. Einnig eru unglingar mikið fyrir að nota þessi beð sem þrautabraut fyrir reiðhjól. Með þessu er gróðurinn troðinn niður og allt verður óásjálegt. Að ég tali nú ekki um drukkna einstaklinga sem finnst ofboðslega sniðugt að rífa upp gróður og grýta út í loftið. Ég er komin á þá skoðum að það þýði ekkert að planta litlum runnum/blómum þarna - þetta þurfa að vera vel fullorðin tré sem er ekki svo auðvelt að rífa upp, eða hjóla yfir eða troðast á milli. Kennum okkur sjálfum og börnunum okkar virðingu fyrir því sem grær.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information