Kosningaþátttaka ungs fólks hefur bara farið minnkandi í hverri kosningu á fætur annarri í allnokkur ár. Væntanlega getum við öll verið sammála um að það sé slæm þróun. To við vitum ekki orsökina nákvæmlega, þá hlýtur það að geta verið til bóta ef öll börn á efri stigum grunnskóla fái greinargóða fræðslu um möguleika sína til lýðræðislegrar þátttöku, hvaða kostir eru í boði á sveitastjórnar- og landsvísu, hvenær sé kosið og hvernig eigi að haga sér í að taka þátt í því væri til bóta.
Hvorki ætti að leyfa stjórnmálaflokkum né bönkum að komast inn í skólana til að miðla sínum skoðunum. Hlutlausir aðilar eiga að sinna kennslu/fræðslu um pólitík og fjármál. Þeir finnast T.d. Í háskólanum.
Lýðræðiskennsla getur verið með svo mörgum vinklum. Skátarnir nota til dæmis lýðræðisleiki til að skátarnir fái sjálfir að velja verkefni sem þeir vinna. Þetta væri hægt að heimfæra upp á skóla, gefa börnum meira val sem þau þurfa að koma sér saman um og kenna þeim þannig rökræðu og gagnrýna hugsun.
Var að sjá mótrök um að halda pólitík úr grunnskólum. Það er bara einfaldlega rangt, þarna er ekki verið að tala um beinlínis málefnaágreining, hægri/vinstri eitthvað, heldur fræðslu um hvernig þátttaka í ákvarðanatöku samfélagsins fer fram. Og það er það sem skólar eiga að gera, að undirbúa börn fyrir það að verða fullorðin og kenna þeim hvernig þau taka þátt. Þó þau séu börn á þeim tíma, þá er mikilvægt að nota þann tíma til að kenna þeim það sem þau munu þurfa að vita þegar þau fullorðnast.
Þá er ekki áætlunin að þetta væri fræðsla um eðli lýðræðis eða beinlínis um stjórnskipan landsins, heldur frekar nákvæmlega hvernig hægt sé að taka þátt og þá (hlutlaus) umfjöllun um þá stjórnmálaflokka sem eru í framboði og þá líka hvernig mætti bera sig að við að stofna nýjan flokk. Kannski hefur það ekki áhrif, en þá munu amk. Þau sem hafa áhuga þar uppl sem þarf til að taka þátt.
Eldri bekkir grunnskóla geta alveg tekist á við stjórnmálafræðslu þar sem farið er yfir sögu stjórnmála og sviðsmyndina í dag. Sumir skólar hafa verið með þemavikur þar sem nemendur draga flokka úr hatti og kynna sér þá, rökræða og halda kosningar. Það er ein leið til að læra og virkja ungt fólk.
kostningaréttur er við 18 ára aldur og ungt fólk þarf að mynda skoðanir til að geta tekið þátt í þessum rétt sínum, og skilningurinn byrjar þegar þau eru nógu gömul til að vinna vinnu sem þau fá launaseðil fyrir og greiða til lífeyris og stéttafélaga.. þau eru að kjósa um rétt sinn, rétt sinn sem eisnstaklingur sem tekur þátt í samfélaginu.. ekki ræna þeim þessum rétti með að telja þau fávís og of ung. þau eru að kjósa um framtíð sína.
Þessu er ég sammála. Miðað við minn ungling þá hefur ungt fólk ekki áhuga á kosningum og finnst þau ekki hafa rödd og skilja ekki til fullnustu hvað þau eru að gera með því að sitja heima. En þarna þarf að vera bein fræðsla á því hvað lýðræði er og til hvers kosningar eru nauðsynlegar. En varast þó að stjórnmálaflokkar komist að þessari kennslu og halda fast við að þetta séu hlutlausir aðilar. Best væri ef þetta væri opin kennsla þar sem öll skólastig kæmust að og gætu tekið þátt í umræðunni.
Pólítik á ekki að vera í skólum.það á að láta krakka eða unglinga í fríði með fullorðna rífrildi um heiminn
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation