Fjármælalæsi

Fjármælalæsi

Kenna nemendum í 8 - 10 bekk fjármálalæsi, ekki nóg að hafa það bara í lífsleikni og þá einn tíma. Það þarf að hafa einhvern sem getur haft og náð til nemenda.

Points

Hvar ætti fólk að fá þessa kennslu annarstaðar en í ríkisreknum skóla?Það er ekki hægt að reiða sig á að foreldrar kunni þetta eða geti kennt krökkunum sínum þetta. Helstu rökin sem ég notaði sem pirraður unglingur á því að ekki læra eitthvað námsefni var "Hvenær kem ég raunverulega nota þetta á ævinni?". Það sem ég hefði þurft á að halda á þessum tíma í lífi mínu: 1) Hvernig skuli lesa úr launaseðli. 2) Hvernig skattkort/Persónuafsláttur virki. 3) Afhverju ætti ég að spara og hvernig?

Fjármálalæsi: Mikilvægt er að í því samhengi verði svokallað "fræðsluefni" frá fjármálafyrirtækjum og samtökum þeirra sniðgengið enda er það ekki fræðandi heldur forheimskandi. Fjármálalæsi á ekki snúast um að kenna börnum að taka lán og skuldsetja sig upp fyrir haus, heldur þvert á móti að forðast það. Einnig er afar mikilvægt að hugað sé sérstaklega að því að kenna börnum hvernig peningakerfið virkar í raun og veru, þvert gegn ríkjandi kenningum um það sem eru hugarsmíðar byggðar á sandi.

Það vantar að kenna fjármælalæsi fyrir unglinga í dag. Ætti að fá samstarf við banka sem er í hverfinu og þau ættu að bjóða hverjum bekk( árgangi ) í fræðslu og vinna með hvað eru peningar. Í dag eru mörg börn löt og hafa ekki viljan að fara vinna, gera sér ekki grein fyrir kostnað hinu og þessu og þess vegna panta og panta á netinu og gera sér ekki grein fyrir kostnaðinn áður en það er orðið of seint.

Algjörlega sammála, og það má byrja miklu fyrr en í 8 bekk. Allskonar sniðug spil og leikir sem auka skilning barna á fjármálum. Þetta ætti að vera skyldufag frá 1 bekk. Það er algjör grunnur að krakkar geti og kunni að fara með peninga lesa úr launaseðlum, geti skoðað og skilið vísitölur o.s.frv. Þessi börn eru miklu klárari en við höldum, en það þarf líka kennara sem geta gert þetta spennandi.

Það er nógu erfitt að kenna krökkunum prósentureikning á þessum árum. Svo er spurning hvað felst í "fjármálalæsi" ? Er það að vita hvað maturinn kostar , eða þarf barnið að geta reiknað út vexti á 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum ? Ég er ekki að sjá að þetta geti skilað sér , nema að vera mjög vel afmarkað, hnitmiðað og umfram allt skemmtilegt fyrir barnið. Lausnin gæti verið sú að börnum sé leyft að vinna frá 14 ára aldri, þau læra ýmislegt á því.

Þessu er ég mjög sammála, miðað við hvað ungt fólk horfir mikið til skammtímalausna eins og vísalán og okurlána starfseminnar sem viðgengst á netinu. En þarna þarf að fara varlega í að senda bankana inn í skólana, heldur ætti að fá nemendur úr háskólunum í viðskiptafræði eða tengdu námi til að setja upp námsefnið.

skilning á launaseðli (reikna liði og skilja hvað felst í þeim liðum).. skilning á heimabanka .. skilning á kosnað að reka heimili ( matur, husnæði, rafmagn, vatn/hiti sími /net, bil/bensín tryggingar, viðhald á húsnæði læknis kostnað) taka inn í það námslán og sýna þeim muninn á að hafa tekjur sem almennur starfsmaður (jón jónsson) eða sem mentaður einstaklingur(stella Thors) á meðal launum miða við frama áhuga þeirra..

Það þarf líka að kenna þetta í framhaldsskólum. Vantar að kenna praktíska hluti eins og að kunna að lesa úr launaseðli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information