Íslenskukennsla

Íslenskukennsla

Kennsluhættir í íslensku verði færðir til nútímans, dregið úr áherslu á hugtök í kennslu og mati og meira lagt upp úr skilningi á eðli og hegðun málsins og færni í munnlegri og skriflegri tjáningu.

Points

Íslenska er lifandi og síbreytileg. Færni í notkun hennar er mikilvægari en nokkru sinni, nú þegar allir geta látið rödd sína heyrast. Vekja þarf áhuga nemenda á íslensku máli, eðli þess og hegðun með því að færa áherslur í kennslu og mati frá hugtökum til málsins sjálfs. Þjálfa þarf nemendur í að beita mismunandi málsniði eftir aðstæðum, átta sig á því hvernig málið þróast og breytist og hver staða þess er í samfélaginu. Samþætta móðurmáls-, tungumála- og forritunarkennslu.

Íslenskukennsla er flókin og krafan um að kennarar veki àhuga nemenda á málinu og færi kennsluna frá hugtökum yfir í málnotkun krefst endurskoðunar námsefnis og kennaramenntunar. Áherslurnar eru gamaldags og kennarar of bundnir af bókunum. Ekki allir kennarar hafa sérmenntun í íslenskukennslu sem gerir mikilvæga kröfuna enn erfiðari. Þetta er menntapólitísk ákvörðun - viljum við að tungan okkar lifi áfram eða visni?

Íslenskukennsla hefur lengi verið gagnrýnd fyrir að leggja ekki næga áherslu á tjáningu, skriflega og munnlega. Nú væri tækifæri til að auka hlut markvissrar kennslu í ritun og framsetningu talaðs máls. Virk þátttaka í lýðræðissamfélagi byggir á að fólk hafi geti og þori að láta rödd sína heyrast. Tungumálið er valdatæki sem sem flestir þurfa að hafa góð tök á.

er íslenskan enþá fallgrein fyrir lesblinda??? ég þyki nú tala bara virkilega góða íslensku, og nokkuð lungin ljóða og textasmiður, ég stundum gnísti tönnum við að hlusta á táninga tala í dag, ég kann þá betur við aðkomna einstaklinga sem hafa fyrir því að læra tungumálið okkar..

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information