Heimspeki

Heimspeki

Gera heimspeki að skyldufagi alla skólagönguna og æfa meðal annars samræður, rökhugsun og aðra þætti sem heimspekin þjálfar.

Points

Í raun þarf heimspeki í mínum huga ekki að vera sér fag þar sem næg eru tækifærin til heimspekilegrar umræðu nú þegar. T.d. í íslensku, samfélagsfræði og lífleikni. Umfjöllunarefni og álitamál koma upp í okkar samfélagi á hverjum degi og þurfa kennarar að líta upp úr bókunum og kaflanum og hefja umræður og rökræður. Ekki þarf sér fag til heldur faglega og hugsandi kennara.

Með því að æfa rökræður, samskipti og annað sem heimspekin hefur uppá að bjóða sendum við mun heilsteyptari manneskjur út í lífið en ella.

Það er gott og vel að nálgast sem flest kennsluefni út frá heimspekilegum vinkli og að sjálfsögðu vill maður faglega og hugsandi kennara sem gera það. En það eru hins vegar of loðin og óskýr fyrirmæli fyrir námskrá að nýta eigi öll tækifæri í sem flestum greinum til að hefja umræður og rökræður. Það er gott ef það er gert líka en það þarf að mínu mati sér fag til þess að þjálfa þá hugsun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information