Stofnstígur með Brautarholtsvegi á Kjalarnesi, samþ. 16/7/09

Stofnstígur með Brautarholtsvegi á Kjalarnesi, samþ. 16/7/09

Stofnstígur með Brautarholtsvegi á Kjalarnesi, samþ. 16/7/09

Points

Brautarholtsvegur er óupplýstur einbreiður vegur sem bæði akandi, gangandi og hjólandi þurfa að fara um. Vegurinn er stórhætturlegur í myrkri og slæmu skyggni. Hann er eina leiðin fyrir íbúa hér til að fara leiðar sinnar. Börn, unglingar og þeir sem ekki eru á bíl ganga þennan stórhættulega veg í skammdeginu til að komast leiðar sinnar niður í hverfi eða til að ná í strætó. Þetta er falleg gönguleið og frá honum liggja mjög skemmtilegar leiðir í fjöruna og upp í holtin, tilvalinn gönguhringur

Göngustígur meðfram Brautarholtsvegi er inná deiliskipulagi, ef ekki er hægt að fá malbikaðan stíg þá frekar gera ómalbikaðan heldur en engann. Ófært að börn á skólaaldir geti ekki sótt félagsmiðstöð eða aðra tómstundaiðkun án þess að vera ekið af foreldrum. Ekki öruggt að ganga eða hjóla á þessum þjóðvegi né möguleiki að taka strætó þarna.

Þetta er frábær gönguleið en þá verður fólk að ganga á akveginum sem er nánast einbreiður og því hættulegt sérstaklega gengið er með börn. Þarna aka oft vinnuvélar og stærri tæki. Stofnstígur meðfram Brautarholtsvegi væri því frábær lausn fyrir allt útivistarfólk, bæði á Kjalarnesi og eins ef einhverjir úr nærliggjandi hverfum vilja fá sér göngutúr í fögru sveitaumhverfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information