Samgöngumál í Bryggjuhverfinu eru ókláruð. Göngustíg vantar sem tengir gangstéttir hverfisins og stíginn umhverfis það við gangstéttir og Strætisvagnastoppistöðvar á Stórhöfða. Óformlegur stígur hefur myndast um brekkuna ofan við hringtorgið. Nauðsynleft er að leggja almennilegur stíg þar fyrir íbúana og aðra sem leið eiga um til að auka öryggi og hreinleika fyrir gangandi vegfarendur.
Útivist og göngur eru sjálfsagður hlutur í borginni. Jafnframt sækja margir íbúar þjónustu upp á Höfða. Núverandi stígur er ójafn og ekki nægilega greiðfær. Bæta þarf aðstöðuna fyrir gangandi íbúa Bryggjuhverfis og aðra þá sem leið eiga þar um. Þar sem vegalengdin er ekki mikil mun þessi framkvæmd ekki að kosta mikið en vegna hallans verður hún þeim mun meiri úrbót.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation