Bæta umhverfi og umferð í kringum Vesturbæjarskóla
Umferð bíla og gangandi fólks er mjög mikil í kringum skólann. Einkum er umferðin hættuleg á Framnesvegi. Gatan er alltof þröng fyrir tvístefnuakstur og í jan. hafa gangstéttir ekki verið ruddar og eingöngu hægt að ganga á sjálfri götunni. Í góðu færi aka bílar alltof hratt um götuna og umferð er mikil í þessu barnmarga hverfi. Fyrsta skref væri því að gera götuna að vistgötu, laga gangstéttir og hægja á umferð eða minnka hana með öllum tiltækum ráðum. Hvetja fólk til að laga hús í niðurníðslu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation