Meiri sköpun og nýting nærumhverfis

Meiri sköpun og nýting nærumhverfis

Kennsla spennandi námsgreina eins og tungumála, raungreina og samfélagsgreina er of föst inni í kennslustofunni. Klæðum börnin eftir veðri og drífum okkur út úr kassanum.

Points

Allar námsgreinar fela í sér leiðir til sköpunar og/eða nýtingu nærumhverfis. Færa þarf kennsluna miklu meira út úr ferkantaðri kennslustofu. Börn á öllum aldri verða að upplifa, skynja, reyna og skapa til að læra og meðtaka. Nám í gegnum hvers konar sköpun skilar árangri, nemendur eiga rétt á fjölbreyttri faglegri kennslu. Ég hvet menntayfirvöld til að taka mið af þessu í nýrri menntastefnu og leggja áherslu á fjölbreytta og faglega nálgun.

Það eru einnig fjölmargar stofnanir sem taka á móti nemendum og fræða þá með ýmsum hætti um sitt sérsvið - t.d. allskonar söfn sem ber meira að segja lagaleg skylda til að taka á móti nemendum án endurgjalds.

Tengja betur skóla við atvinnulífið. Ekki endilega til að fá börnin til að vinna eða fyrirtæki til að lokka til sín unglinga í vinnu svo að þau hætti í skóla, heldur til að börnin sjái hversu mörg fjölbreytileg störf eru unnin í samfélaginu. Til að þau beri virðingu fyrir því sem er gert á vinnustöðum. Til að þau læri hvernig hlutirnir verða til, að þeir verða ekki bara til úr engu. Til að þau læri að það er hægt að hugsa sér margt annað en að vera bara lögfræðingur, læknir eða lögga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information