Það er leikur að læra

Það er leikur að læra

Nám á að vera praktískur undirbúníngur undir lífið og að velja starfsvettvang. Viðmiðið blanda af námskerfum í Finnlandi/ Japan. Heimalærdómur helst enginn og námið ætti að vera byggt á lotukerfi.Einelti er óafsakanlegt og löstur á skólakerfinu.Nám á að vera gefandi upplifun og hvati til frekara náms og leiða af sér metnað til að skila ávalt góðu verki. Áhersla ætti að vera á góð gildi, þjálfun í að koma fram, samfélagsábyrgð, umhverfisvernd, fjármálalæsi og að vera góð manneskja. 😀

Points

Brottfall úr skólum á m.a að rekja til þess að grunnur í námi ábótavant og nám of krefjandi og lítt skemmtileg upplifun eða hvati. Þekkt staðreynd að það læra ekki allir eins og kennsla þarf að vera einstaklingsmiðuð í ákveðnum fögum eins og stærðfræði. Að ætla 30 manna bekk í grunnskóla að sætta sig við starfsumhverfi þar sem börn með hömlun t.d einhverfu eru hluti af bekknum og hluti af einkennum einhverfu er að gefa frá sér mikinn hávaða og krefjandi hegðun getur ekki verið réttlætanleg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information