Fornleifar og fornleifafræði

Fornleifar og fornleifafræði

Nemendur kynnast íslenskum fornleifum og starfi fornleifafræðinga. Nemendur vinna fornleifatengd verkefni; t.d. skoða og lýsa gripum, greina mun á jarðlögum og læra hvernig eldfjalla aska er notuð til aldursgreininga á fornleifum. Farnar verða vettvangsferðir á söfn og minjasvæði. Kennt í 2-3 vikna lotum eða smiðjum. Aldursbil nemenda: 10 -14 ára.

Points

Fornleifafræðina er auðvelt að tengja við aðrar greinar í námi nemenda, t.d. samfélagsfræði, stærðfræði, landafræði, sögu o.s.frv. Hún býður einnig upp á fjölbreyttar námsaðferðir sem eru í senn gagnlegar og áhugaverðar. Það er mikilvægt að allir fái tækifæri til að þekkja sinn menningararf og þær aðferðir sem notaðar eru til að rannsaka hann. Fornleifar leynast oft nálægt heimabyggð og því stutt að fara til að heimsækja minjasvæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information