Í Hamrahverfi hefur borið á því að fólk hendir garðúrgangi út í svæðið í meðfram stíg í átt að sjó. Svæðið er undir borgarvernd sem þýðir að það á að vera ósnortið, enda hvernig liti svæðið út ef allir gerðu þetta.
Það er ekki mikið mál að setja upp 2 skilti . Slíku skilti mætti koma fyrir á ljósastaurum. Fólk er að henda garðúrgangi sem eyðileggur og breytir náttúru svæðisins. Fólk ætti frekar að hafa safnhaug í garði sínum og nýta garðúrgang í moltugerð. Auðvitað er leiðinlegt að setja upp skilti sem benda á þetta, en garðúrgangi er ítrekað hent þarna og það þarf að taka á þessu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation