Þeir sem hjóla milli Breiðholts og niður í bæ eiga ekki að þurf að fara niður í Elliðaárdal þegar beinast liggur við og styst að nýta göngubrúnna yfir Reykjanesbraut sunnan við Stekkjarbakka. Mikil þörf á því að gera Sogaveg að hjólavænni götu.
Það eru eingin rök á móti þessu. Frábær leið og fljótleg.
Sýnilegar beinar og greiðar hjólreiðabrautir lagðar á réttum stöðum auka likur á því að fólk kjósi að nýta reiðhjólið til samgangna. Hjólreiðabrautir í vegstæði er öruggasta og ódýrasta lausnin til að hægja á hraðri bílaumferð og gera hjólreiðafólk sýnilegt ökumönnum. Hjólreiðabrautir í vegstæði þrengja sýnilegt vegrými ökumanna sem ósjálfrátt hægja á hraðann. (Hollenska leiðin) Í dag er Sogavegur er ekki físilegur kostur fyrir óvant hjólreiðafólk hvað þá börn og gangstéttar eru hættulegar.
Tek undir það að Elliðaárdalur sé ekki heppilegur fyrir fólk sem ferðast á hjóli. Stígarnir þar eru löngu sprungnir hvað umferðaþunga varðar. Þetta myndi einnig stytta vegalengd. Góð hugmynd að mínu mati.
Í gamla daga þegar leiðir tóku meira mið af náttúru og umhverfi en ferköntuðu skipulagi þá lá leiðin frá Reykjavík að Breiðholtsbænum þessa leið. Á henni er ekki mikill hæðarmunur og því kjörin hjólaleið til að tengja saman Breiðholt við miðbæ Reykjavíkur með góðri tenginu við Milubraut v.Grensásveg Þetta er ein þeirra fárra stofnleiða sem ekki þarf að leggja meðfram núverandi stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Gera má ráð fyrir að síðar verði lögð hjólreiðabraut áfram frá Grensás að Kringluni.
Mjög góð hugmynd, en mun væntanlega færast yfir á Betri Reykjavík, því á þessum undirvefjum ( Betri hverfi) verður bara kosið um minni verkefni, sem ekki krefgjast breytinga á deiliskipulagi oþh.
Frábær hugmynd. Bætir aðstöðu hjólreiðafólks mikið og sparar tíma.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation