Breiðagerðið er umferðarþyngsta gatan við Breiðagerðisskóla og yfir hana fara daglega fjöldi barna á leið í grunnskólann, Frístundaheimilið og Leikskólann Jörfa. Þrátt fyrir það er hvergi merktur staður til að ganga yfir, hvergi gangbrautarskilti.
"Í skilgreiningu á gangbraut í frumvarpi til umferðarlaga skal gangbraut sérstaklega merkt með skiltum og yfirborðsmerkingum. Ekki er öllum vegfarendum ljóst að ökutæki hafi forgang gagnvart óvörðum vegfarendum sem ætla sér yfir gönguþverun, fjarri gatnamótum, sem ekki er merkt sérstaklega sem gangbraut þó um vel skilgreinda upphækkun sé að ræða." (úr skýrslu Mannvits fyrir Vegagerðina). í Breiðagerðinu er bara upphækkun, haldið þið að börnin séu með það á hreinu að þau séu ekki í forgangi?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation