Uppbygging opinna svæða í Seljahverfi, lagfæring göngustíga ofl.

Uppbygging opinna svæða í Seljahverfi, lagfæring göngustíga ofl.

Ég tel brýna þörf á viðhaldi og áframhaldandi uppbyggingu opinna svæða í Seljahverfi. Á ég þá helst við viðhald tjarnar í miðju hverfisins en þetta sumarið var hún uppfull af sefi og subbulegheitum. Einnig þarf að halda við leikvöllum í og við Fífusel og Dalsel og lagfæra fótboltavöllinn á sama stað. Göngustígar í Hjalla og Hálsaseli eru orðnir ónýtir og þyrfti að lagfæra sem fyrst. Einnig eru þrengingar á mótum Seljaskóga og Hjallaseli varhugaverðar og liggur við slysi þar daglega.

Points

Öryggi vegfarenda þarf að vera í fyrirrúmi. Einnig er mér annt um þetta fallega hverfi okkar og finnst vont að sjá hvernig það hefur látið á sjá. Þessar framkvæmdir varða okkur öll, bæði börn og fullorðna.

Holtasel, Hæðarsel ónýtir göngustígar. Sammála líka með þröngt fyrir akandi á Seljaskógum/Hjallaseli.

Upp á það aðgera að auðveldara er þá að styðja við málið og ef til kosninga kemur þá er hver liður viðráðanlegri

Gera göngustíg sem tengir gönguleið á gangstétt Álfabakki (við enda raðhúsanna) upp í blokkirnar t.d. Blöndubakkann og fleiri. Fólk gengur yfir túnið og komin gönguslóð sem gott væri að klára og gera að malbikaðri gangstétt. Þá mætti setja skemmtilegt útilistaverk á þetta tún. Búið að setja e-n gróður í sumar sem vonandi skyggir ekki á útsýni úr gluggum blokkanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information