Endurbætur á frisbígolfvelli í Gufunesi

Endurbætur á frisbígolfvelli í Gufunesi

2003 var settur 9 körfu frisbígolfvöllur með heimasmíðuðum körfum. Þessi völlur var síðan stækkaður í 18 körfur árið 2006 og nýtur mikilla vinsælda enda eini 18 körfu völlur landsins. Hann hefur hinsvegar aldrei verið fullkláraður. Við leggjum til að skipt verði um allar körfur (hægt að selja gömlu), settir steyptir teigar og varanlegar merkingar. Þessi völlur ætti að vera best búni frisbígolfvöllur landsins.

Points

Löngu tímabært. Þessi vinsæli völlur þarf að þróast í takt við aukna notkun. Völlurinn er spilaður allt árið og verða teigarnir eitt drullusvað á vorin og haustin. Gömlu körfurnar hafa dugað vel en eru barn síns tíma, væri betra að fá svipaðar körfur og eru á Klambratúni sem eru sterkbyggðari með betri keðjum sem grípa diskana betur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information