Nestis-borð/bekkir

Nestis-borð/bekkir

Á milli Teigasels, Tungusels og Strandasels er gott opið svæði. Einu sinni var þar Bónus verslun og hittust íbúarnir þar þegar verslað var inn. Bónus versluninni var lokað fyrir nokkrum árum síðan. Dauflegt er í hverfinu, bakaríð og video-spoppan eru bæði hætt, Teresu systurnar fluttar. Mér findist góð hugmynd að setja fáeina, þó ekki væri nema einn eða 2, nestis-borð/bekki, eins og eru niðrí bæ. Borð með áföstum bekkjum, þar gæti fólk hists og átt góða stund og kynnst nágrönnum.

Points

Finnst einhverjum að þetta gæti verið góð hugmynd?

Ég er með ýmsar aðrar hugmyndir, en læt bara þessa inn núna. Eftir að Bónus verslunin hætti, saknaði ég og dóttir mín þess sárlega að geta ekki farið í búðina og hitt þá líka annað fólk. Kettir dóttur minnar eltu okkur alltaf og biðu eftir okkur úti, og gengu svo með okkur heim. Það vantar alveg eitthvað þarna í hverfið sem getur hvatt fólk til að vera meira úti á þessu opna svæði. Vonandi ef þetta yrði, myndu svona borð/bekkir fá að vera í frið fyrir skemmdarvörgum. En, maður er manns gaman!

Ég átti heima 6 ár í Tunguseli með dóttur minni, nú er ég búin að kaupa mér litla íbúð í Teigaselinu og er mjög glöð að vera komin aftur í Seljahverfið, þar líkaði mér alltaf vel. Margir búa einir þarna eins og ég, margir eru eflaust einmana og mér findist það góð hugmynd að væri svona bekkir, ég myndi nota mér það, jafnvel grilla á sumrin og bjóða gangandi vegfarendum uppá eitthvað gott. Það er svo frábært opið svæði á milli Strandaselsins og T-selana, væri upplagt að fólk gæti spjallað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information