Börn upplýst um greiningar

Börn upplýst um greiningar

Börn væru upplýst um það hvernig helstu og algengustu greiningar hafa áhrif á jafnaldra þeirra. Hvernig er að vera með lesblindu, ADHD eða einhverfu? Hvar liggja styrkleikar og veikleikar þeirra sem eru með slíkar greiningar? Leiðbeinendur/kennarar myndu fara yfir það með börnunum hvernig þau sem jafningjar geta helst aðstoðað þau og hversu mikilvægt það er fyrir félaga þeirra með greiningar að fá að vera með hópnum.

Points

Það er hagur okkar allra að börn okkar séu víðsýn og sýni því skilning að við erum ekki öll eins. Þá skiptir það jafnframt þau börn sem eru með greiningar miklu máli að þeim sé sýndur skilningur og að það sé mikil vinna lögð í það að þau séu með hópnum, eignist vini og finni sem minnst fyrir veikleikum sínum.

Persónulega finnst mér þetta ætti frekar að vera Börn upplýst um það af hverju fólk eru mismunandi alveg óháð greiningum eða ekki greiningum.

Þetta er mjög viðkvæmt málefni hjá mörgum foreldrum. Að fjalla sérstaklega um greiningar gæti farið öfugt ofan í marga.

Kenna börnum að öll erum við misjöfn frekar hvort sem þú ert með greingu eða ekki. Lífsleikni tímar gætu verið góður vettvangur fyrir svona fræðslu. Þá væri hægt að fara inn á mikilvægi þess að allir séu með og enginn skilinn útundan.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information