Hópverkefni

Hópverkefni

Börn látin vinna saman i hóp í leikskóla og grunnskóla, þar sem verkefnið er á borð við að byggja eitthvað upp saman, iðntengt, umhverfistengt og vísindatengd verkefni. Hafa fleirri hópverkefni heldur en einstaklingsverkefni, þar sem samfélagið og atvinnulífið snýst um að geta unnið vel í hóp. Stuðlar að meiri skapandi hugsun, leiðtogahæfni og nýjum hugmyndum við að leysa verkefnið.

Points

Ég tel að þetta sé reglulega gert í leik- og grunnskólum. Þarf að taka þetta sérstaklega fram núna?

Gott að vinna saman í hóp og nauðsynlegt að standa svo upp og segja frá, Auka sjákfsöryggið strax og getu til að stnda upp og kynn sín mál

Samvinna og að kunna að vinna í hóp er mikilvægur þáttur. Þegar unnið er í hóp þarf m.a. að hlusta á hina, miðla málum og skila sanngjörnu vinnuframlagi.

Forsendur þess að geta lfiað í samfélagi er að búa yfir samskiptafærni. Hana þarf að kenna og þjálfa með markvissum hætti. Það nægir ekki að setja börn/nemendur í hópa og segja þeim að vinna saman. Þau þufa leiðsögn til að læra að vinna að sameiginlegu markmiði þar sem ábyrðinni er deilt. Pestalozzi hefur m.a. þróað áhugaverðar aðferðir í þessum tilgangi einnig má benda á CLIM aðferðina.

Það þarf að kenna krökkum að vinna saman í hóp. Ekki nóg að setja þau bara í hóp. Þau þurfa að læra að meta kosti og galla hvers annars og nýta mismunandi hæfileika til fulls.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information