Börn og unglingar verði virkir þátttakendur í að halda hverfinu sínu öruggu og öflugu. Nemendarölt skipulagt í samstarf við foreldrarölt Fulltrúar barna og unglinga fái sæti í hverfisráðum/íbúasamtökum til að koma sínum málefnum þar á framfæri Börn og unglingar fái tækifæri til að skipuleggja að minnsta kosti einn viðburð á ári í sínu hverfi
Hverfin eru misjafnlega búin hvað varðar aðstöðu fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að þessir hópar séu ekki jaðarsettir og hunsaðir af hverfasamtökum og stjórnsýslunni. Rödd þeirra þarf að heyrast og þegar á þau er hlustað eykst virðing þeirra fyrir samfélaginu og stöðu sinni innan þess.
Nú eru félagsmiðstöðvar fyrir 11-16 ára starfandi og því væri ráð að efla þær til að hlúa að svona starfi frekar en að skipuleggja eitthvað nýtt.
Mér finnst ekki mikilvægt að börn og unglingar komi að hverfisviðburði á hverju ári. Slíkir viðburðir krefjast oft mikillar vinnu sem oftast er unnin foreldrum í sjálfboðaliðastarfi. Nú eru margir grunnskólar með vorhátíðir sem flestir hafa gaman af og ég hélt að það væri nóg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation