Upplýsingar um næringagildið í matnum

Upplýsingar um næringagildið í matnum

Að nemendur fái upplýsingar um næringargildið í mat dagsins. T.d. í gegnum einhverskonar upplýsingaskjá eða spjald. Á leikskólum er hægt að ræða við börnin um næringargildi dagsins í dag. Mötuneyti gætu t.d. verið með einhver spjöld hjá sér sem eru sett upp með myndrænni samsetningu og velja það sem á við og setja upp á töflu eða skjá. Afhverju er fiskur í matinn, hvað er í honum sem gerir hann hollan og hvað græðum við á því. Hvaða gagn er af því að borða grænmeti á hverjum degi.o.s.frv.

Points

Nútíma markaðsöfl reyna sífellt að gera óljósari mörk á því sem er hollt og óhollt. Því mikilvægt að koma upplýsingum um næringargildi amk. á framfæri þar sem það getur orðið tilefni til samræða og gagnrýnar hugsunar. Sífellt fleiri fyrirtæki eru byrjuð að setja inn upplýsingar um næringargildi matarins á matseðla sína t.d. í gegnum einhverskonar margmiðlun. Eðlilegt að gera það á menntastofnunum líka.

Já en það er ekki nóg að segja bara þetta er í þessu og hitt í hinu. Það þarf að kenna börnunum að lesa úr því og hvað það merkir. Það fær enginn áhuga á neinu nema skilja um hvað það snýst og af hverju það skiptir máli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information