Aukið samstarf íþróttafélaga og skóla

Aukið samstarf íþróttafélaga og skóla

Að íþróttafélög komi að auknum krafti að skólastarfi. Á mörgum stöðum vinna íþróttafélög gott og öflugt starf í samstarfi við skóla. Það er hinsvegar bundið við ákveðin svæði eða ákveðna skóla og mætti vera betur sett fram í stefnum og markmiðum. Samstarf þar sem t.d. íþróttafélög tengjast meira inn í leikfimikennslu skólans myndi ýta undir aukna þátttöku barna í íþróttastarfi eftir skóla og vonandi gefa íþróttum meira vægi innan veggja skólans.

Points

Hæfileikinn til að ná góðri stjórn á huganum og auka einbeiting fer að mörgu leiti fram með líkamsbeitingu, hinsvegar er mjög litlum tíma skólastarfs úthlutað að þessum þætti. Líklegast er það m.a. vegna þess að einblínt er um of á nýtingu íþróttahús og stöðugildum kennara. Með því að fá íþróttafélög meira að þessum þætti kemur aukin fjölbreytni og þrýstingur á því að gera íþróttum hærra undir höfði í skóladagskrá. Hugleiðsla er t.d. eitthvað sem þarf að skoða vel í núverandi fyrirkomulagi.

Nauðsynlegt að hafa gott samstarf milli íþróttafélaga og skóla. Þau rök að "íþróttafélögin eigi ekki að troða sér inn í starf skólanna " er eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt. Rannsóknir sýna fram og til baka, sem og bara reynslan, að börn sem iðka íþróttir eru mun betur sett félagslega sem og námslega því þau fá þá örvun sem þeim svo nauðsynlega vantar sem og agann sem ekki er "leyfilegt" að gera í skólunum.

Íþróttafélögin eru ótrúlega vannýtt auðlind. Veltið því fyrir ykkur hverju íþróttafélag sem væri með 1-3 íþróttafræðinga í vinnu á dagtíma gæti gert fyrir sitt nánasta umhverfi. Komið og kennt í leikskólum, grunnskólum, stutt við hreyfingu starfsfólks innan veggja skólanna. Möguleiki á að taka krakka sem eiga við samskiptavanda að stríða í hreyfingu. Boðið uppá tíma fyrir aldraða bæði þá sem heima eru sem og á hjúkrunarheimilum. Auk þess gefst kostur á samþættingu skóla og íþróttastarfs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information