Næringarfræðingar í grunnskóla

Næringarfræðingar í grunnskóla

Sett verði upp stöðugildi næringarfræðings í grunnskólum sem hefði það hlutverk að veita næringarráðgjöf innan skólans, bæði hvað varðar fæðuframboð í skólanum sjálfum en einnig til þess að veita ráðgjöf um hollt nesti sem og að kenna grunnatriði næringarfræði. Næringarfræðingur gæti einnig veitt fjölskyldum ráðgjöf og sinnt ákveðnu vöktunarhlutverki innan skólans, kallað foreldra til fundar ef barn er bersýnilega vannært eða ofnært o.s.frv.

Points

Miða við þróun heilsufars barna og tíðni ofþyngdar þá er þetta nauðsynlegt ! Eða ekki bara það, lífsnauðsynlegt. Ég er mikið menntuð á sviði heilsu og unnið mikið innan heilsuræktanna og yfir höfuð hefur fólk ekki hugmynd um hvað það borðar, hvernig á þá fólk að vita hvað það á að gefa börnunum?

Frábær og nauðsynleg hugmynd. Það er of oft sem matur í grunnskólum er langt frá því að vera boðlegur, t.d. algengasti maturinn í grunnskólanum mínum súkkulaðibitakaka og Billy's pítsa.

Heilsueflandi og fræðandi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information