Hundur sem hlustandi.

Hundur sem hlustandi.

Barn les fyrir t.d hund. Hundar hlusta með miklum áhuga og dæma ekki. Foreldrar eru oft uppteknir, elda, vaska upp á meðan barn er að lesa heima upphátt. Ef hlustað er með áhuga þá er oft leiðrétt og barn missir áhugann þar sem það tekur því sem höfnun. Í stað þess að einungis sé hlustað og barn lærir með tímanum. Hundar hafa líka róandi áhrif á mann.

Points

Af minni reynslu, þá þykir mér persónulega voða gott að lesa upphátt fyrir framan hundana mína. Spurning að hafa lestrastund með hundi einu sinni eða tvisvar í viku eða svo :) Ég er með lestra stund nánast öll kvöld og les fyrir hundana mína og ég er 23 ára. Hafði engan áhuga á lestri í æsku, foreldrar voru "uppteknir", amma hlustaði vel, en leiðrétti mig oft og þótti mér það leiðinlegt/niðurlægjandi, bekkjarfélagar byrjuðu fyrr að lesa, hraðari, ég var eftir á. Hundur hefðir komið sér vel.

Þetta er til sem verkefni á vegum "Vigdís - Vinir gæludýra á Íslandi". Mjög flott verkefni en ég sé þetta ekki sem hluta af menntastefnu Reykjavíkur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information