Hollar lífsvenjur

Hollar lífsvenjur

Gera séráfanga í skólum sem gæti borið heitið "Hollir lífshættir" Í áfanganum væri kennsluefnið: Næringarfræði, Svefnvenjur, Líkamsvitund, líkamsbeyting, núvitund og hugarþjálfun(slökun/yoga).

Points

Hvað hollt mataræði varðar, þyrfti einnig að taka til eldhúsi skólans. Mikið unnar matvörur ættu að fara út af innkaupalistanum t.d. pylsur, kjötfars + sykur. Fyrsta flokks hráefni ætti ávallt að vera á boðstólnum fyrir börnin okkar. Þyrftu matráðar og matreiðslukennarar því einnig að vera vel upplýstir og meðvitaðir um heilsusamlegt fæði. Kvíði er einnig vaxandi vandamál sérstaklega hjá stúlkum á unglingastigi - Núvitund eða Jóga ætti að vera skyldufag, ásamt heilsu- og líkamsfræði.

Í samfélagi tækninýjuna með tilheyrandi kyrrsetu og á tímum skyndibitafæðis er nauðsynlegt að kenna börnum að tileinka sér holla lífshætti. Best væri að vinna þetta í samvinnu með foreldrum, frístundaheimilum og íþróttafélögum. Það þarf að vera samfélagleg vakning á alvarleika málsins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information