Kennum kynjafræði á grunnskólastigi í Reykjavík !
Jafnrétti kynjanna ætti að vera leiðarljós í kennslu á öllum skólastigum. Kennsla í kynjafræði er mikilvæg til að kenna börnum að bera virðingu hvert fyrir öðru, kenna þeim réttlæti og mannúð, auka læsi þeirra á samfélagið og efla þau í lýðræðisþátttöku. Nú þegar hafa flestir framhaldsskólar tekið upp kennslu í kynjafræði við mikla eftirspurn nemenda. Veitum yngstu kynslóðinni þá menntun sem þau þurfa til að jafna kynjabilið í eitt skipti fyrir öll!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation