Breiðavíkurmegin við Kelduskóla Vík eru tröppur sem tengja saman skólalóðina og göngustíginn í kringum skólalóðina. Beggja megin við tröppurnar er grasið illa farið þar sem ekki er gert ráð fyrir hjólandi umferð (hjól, barnavagnar). Einnig safnast mikið vatn þarna í rigningum - bæta þarf afrennsli. Ég er ekki með neina ákveðna hugmynd um úrbætur, ramp eða malbikaða brekku í einhverju formi fyrir hjólandi umferð- það er það sem vantar. Einnig að bæta afrennsli.
Bætt aðgengi og afrennsli myndi vernda gróður og gera leiðina meira aðlaðandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation