Hjólreiðabraut meðfram Stekkjarbakka milli Hamrastekks og Skálará

Hjólreiðabraut meðfram Stekkjarbakka milli Hamrastekks og Skálará

Aukin umferð hjólreiðam. er á þessum kafla. Það má glökkt sjá á hjólförum í möl í vegkanti. Þessi umferð skýrist af því að hjólreiðam. vilja sleppa við þann hæðarmun sem er á stígnum um Elliðarárd. Þarna er hitaveitustokkur sem væri tilvalið að leggja yfir sem virkar þá sem sjálfvirk snjóbræðsla.

Points

Stígurinn um Elliðaárdal er barn síns tíma og þolir ekki lengur hina miklu umferð gangnadi og hjólandi samhliða og án reglna. Með þessum stíg má létta á umferð hjólandi um Elliðaárdal og um leið tengja saman Blésugrófina við efra Breiðholtið, Stekkjahverfið og Bakkana. Og með því að leggja eftir hitaveitulögninni er komin snjóbræðsla án aukakosnaðar. Jarðvegur þar er líka góður þannig að ekki þarf heldur að fara í dýra framkvæmd við jarðvegsskipti. Sjá staðsetningu á korti í meðfylgjandi slóð.

Já ég er sammála þessu. Það þarf að gera eitthvað til að auðvelda umferð hjólreiðamanna en eins mætti líka skýra betur hvoru megin hjólreiðamenn og gangandi eiga að vera. Stígurinn á orðið erfitt með að bera báða hópa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information