Eins nú er er ekki hægt að ganga á göngustíg neðan við svokallað Waldorf hús nema með því að fara niður erfiðar tröppur sem voru steyptar í tengslum við byggingu Fagrabergs. Þarna er hvorki hugsað um hag aldraðra, fólks með barnavagn/kerrur né hjólreiðafólks.
Áður en Fagraberg var reist voru góðar gönguleiðir milli Gerðubergs og Hólabergs sem tengdust gönguleiðum í Elliðaárdalinn neðan við Fella- og Hólakirkju. Nauðsynlegt er að koma þessu í gott lag aftur og byrja á því að gera göngustíg meðfram gömlu skólalóð Waldorf skólans. Það er ekki eins hættulegt og að fara niður tröppurnar beint niður á bílveg, sem er án gangstéttar, og gagnast þar að auki fólki með kerrur eða á reiðhjólum eða í göngugrind og ætlar síðan að ganga áfram niður í dalinn.
Góð hugmynd. Það mætti einmitt að bæta úr gönguleiðum víða í Efra- Breiðholti, t.d. er engin gangstétt með Austurbergi (austan megin).
Rétt og allar gangstéttir eru skakkar og slysa hætt fyrir eldri borgara en þeir eru margir í 111
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation