Gönguljós við gatnamótin á Hofteig og Reykjaveg

Gönguljós við gatnamótin á Hofteig og Reykjaveg

Gönguljós við gatnamótin á Hofteig og Reykjaveg

Points

Það er mjög brýnt að fá gönguljós yfir Reykjaveginn. Um þessa götu er mikil umferð og ekið mjög greitt. Ungir vegfarendur í hverfinu þurfa að fara yfir þessa götu til að stunda sínar íþróttir og aðeins tímaspursmál hvenær stórslys verður.

Það mætti líka lækka hámarkshraðann í götunni. Það er nákvæmlega enginn ávinningur að hafa 50 þarna.

Mikilvægt er að setja gönguljós og upplýsa göngubrautin yfir Reykjaveg því að þarna fer um mikill fjöldi barna á leið t.d í skólasund úr Laugarnesskóla. Þau eiga þar einnig leið um þegar farið er á íþróttaæfingar í Laugardalnum. Umferð er mikil um Reykjaveg og því þarf að hægja á henni og auka öryggi barna.

Þetta er gríðarlega mikilvægt. Það munaði engu að dóttir mín yrði fyrir bíl á gangbrautinni sl. haust. Það þurfa að koma götuljós og auk þess þarf að lýsa þarna upp. Það sama gildir við Reykjaveg og Kirkjuteig. Sammála um að lækka hraðann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information