Útrýming Alaskalúpínu úr hverfisfriðlandinu við Bugðu

Útrýming Alaskalúpínu úr hverfisfriðlandinu við Bugðu

Í hverfisfriðlandi Norðlingaholts austan við Þingvað 27 er komin lúpínubreiða (líklega af mannavöldum) sem enn er fremur lítil og því ætti að vera viðráðanlegt að ráða niðurlögum hennar.

Points

Ef þessi lúpínubreiða verður látin í friði mun hún dreifa sér yfir allt hverfisfriðlandið meðfram Bugðu og kæfa allan fallega lyngmóann sem þar er. Það yrði umhverfisslys að mínu mati. Í skipulagsskilmálum hverfisins er reyndar áskilið að gróðurframvinda í friðlandinu skuli vera náttúruleg, en lúpínunni hefur líklega verið komið þarna fyrir af mönnum og því hlýtur að vera leyfilegt að fjarlægja hana aftur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information