Salerni í Gufunesbæ

Salerni í Gufunesbæ

Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði er í Gufunesbæ, leiksvæði fyrir börnin, grillaðstaða og almennt skemmtilegt útivistarsvæði. Sá galli er á hins vegar að engin er salernisaðstaðan sem gerir svæðið ekki að eins góðum kosti og annars gæti orðið.

Points

Kjánalegt að bjóða upp á grillaðstöðu, en ekki salernisaðstöðu

Þetta er eðlileg þróun á stækkandi útivistarsvæði

Mikið nýtt af skólum á svæðinu og þar er mikil þörf á klósettum.

Nauðsynlegt,,

Löngu kominn tími á salernisaðstöðu við Gufunesbæ. Það kostar ekki mikið. Þetta svæði eg nýtt betur en flest svæði í Grafarvogi og víðar og það er til háborinnar skammar að ekki sé búið að þessu

Þessa aðstöðu vantar sárlega á þessu flotta og vel skipulagða svæði.

Vantar alveg salernisaðstöðu á annars mjög skemmtilegt svæði.

Vantar nauðsynlega salerni á svæðið, þarna eru stórir hópar um helgar í frisbígolfi og fleiru, óhjákvæmilegt að fólk þurfi að nota þá aðstöðu.

Þetta er opið svæði sem magir sækja í sérsaklega á sumrin Þetta er nauðsynlegt því margir sækja í aðstöðuna í Gufunesbæ og þarf virkilega klósett þarna

Alveg með ólíkindum að ekki skuli vera salernisaðstaða þarna. Börn að leik þurfa gott og nærtækt aðgengi að salerni og ekki hægt að ætlast til að Gullnesti veiti þessa þjónustu utan opnunartíma Gufunesbæjar.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Vantar algjörlega salerni þarna en geggjað flott

Algjörlega nauðsynlegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information