Íbúar raðhúsanna við Skeiðarvog fái umráð yfir bílastæðum

Íbúar raðhúsanna við Skeiðarvog fái umráð yfir bílastæðum

Stæðin við Skeiðarvog eru mikið notuð af öðrum íbúum hverfisins, sem gerir það að verkum að erfitt getur reynst að leggja heima hjá sér. íbúar raðhúsanna leggja til að þessi stæði verði eingöngu ætluð íbúum Skeiðarvogs 61-143.

Points

íbúar raðhúsanna óska eftir viðræðum um breytingar á umráðum yfir þessum bílastæðum. Nú er áhugi margra íbúa á að eignast rafmagnsbíl. Það er hinsvegar nánast óframkvæmanlegt við þær aðstæður sem íbúar búa við í dag.Einnig er nokkur áhugi fyrir að byggja bílskúra

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þessi aðgerð er nauðsynleg til að hægt sé að koma fyrir rafhleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.

Hvert raðhús þarf að geta merkt sér stæði til að koma rafmagni þangað.

Sannarlega góð tillaga og sanngjörn. Notkun utanaðkomandi aðila á þessum stæðum hefur aukist mjög síðustu ár, get t.d. nefnt að í efstu lengju þar sem eru aðeins 4 bílar íbúa en 10 stæði geta íbúar sjaldnast fundið stæði á kvöldin. Almennur áhugi er í götunni á að taka við stæðunum. Einnig tek ég undir rökin um rafhleðslustöðvar sem er mikilvægt að koma upp á næstu misserum í takt við þróun umferðarmenningar og óskir íbúa. Við núverandi aðstæður er slíkt illgerlegt og myndi vart nýtast.

Sjálfsagt,sanngjarnt og skynsamlegt

Líklega væri meira viðeigandi að húsfélagið / húsfélögin kaupi eða geri lóðaleigusamning um stæðin af Reykjavíkurborg.

Það eru of fá bílastæði fyrir íbúa. Sama á við um Skeiðarvog 1-47. Bílastæðin þar eru mikið notuð af starfsmönnum og nemendum MS.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information