Nýtt torg í endurbættu umhverfi

Nýtt torg í endurbættu umhverfi

Á mótum Stórholts, Skipholts, Einholts og Meðalholts er bílastæði sem mætti breyta í torg. Eftir uppbyggingu síðustu ára í Einholti og Þverholti kallar þetta svæði á andlitslyftingu sem miðar að bættara mannlífi í fallegu umhverfi.

Points

Það hefur verið áhersla á að byggja upp nýjar íbúðir á þessu svæði og myndi gera svæðið fallegra og íbúavænna

Frábær hugmynd fyrir svæði sem er óðum að breytast, batna og verða meira lifandi.

Smá grænt svæði þarna mundi breyta þessu í sannkallað hjarta hverfisins. Vin í þéttri, fjölskylduvænni byggð, þar sem umferð á hjóli og tveimur jafnfljótum leikur sífellt stærra hlutverk.

Vá, hvað þetta er góð hugmynd. Væri yndælt að hafa þarna tré eða rósarunna, ásamt bekk og grasfleti. Kannski gosbrunn líka 🙂

Frábær hugmynd sem myndi gera hverfið skemmtilegra :)

Fallegt skjólgott torg þarf ekki endilega að útiloka bíla Anna.

Þetta þríhyrningslagaða bílastæði nýtist illa og er mökkljótt, og það er enginn skortur á bílastæðum í næsta nágrenni.

Fallegt lítið torg á þessum stað myndi bæta lífsgæðin og stemmninguna í hverfinu og gleðja alla sem þarna fara um.

Alveg upplagt að gera þetta svæði betra. Það þarf að gera hringtorg á mótum Skipholts,Einholts og Stórholts. Svæðið nýtist þá betur fyrir hlýlegt og vinalegt torg sem snýr á móti sól. Legg líka til að Einholt verði einstefnuakstursgata frá Meðalholti að Háteigsvegi.

Fallegt umhverfi kallar á betri umgengni og bætir mannlífið.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær hugmynd. Bý þarna rétt við og þetta hverfi hefur breyst úr subbulegu iðnaðarhverfi yfir í líflegt íbúahverfi með aukinni umferð gangandi vegfarenda og mannlífi. Grænt torg þarna væri frábær viðbót við hverfið :)

Og hvar eigum við sem búum á þessu svæði að leggja bílum - ekki er mikið af stæðum í þessum litlu götum. Fyrir utan það er þetta rokrassgat akkúrat þarna.

Endilega fegra svæðið með góðri en hlýrri lýsingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information