Hundagarður

Hundagarður

Hundagerði /garðar eru víða í borgum en vantar algjörlega í Reykjavík. Væri hægt að girða af skika, t.d. á Klambratúni eða öðrum opnum svæðum s.s. í Suðurhlíðunum. Þar væri gras, gróður, bekkir og ruslafötur.

Points

Það vantar hundagarð miðsvæðis. Margir myndu nýta sér að fara með hund á Klambratún og sleppa honum lausum í girðingu, gott fyrir hunda að hitta aðra og fá góða hreyfingu án þess að vera í ól.

Fólk sem er illa við hunda ætti að taka þessu fagnandi. Hundaeigendur neyðast þé e.t.v. ekki til að sleppa hundunum sínum lausum á Klambratúni. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt að borgin bjóði upp á þessa þjónustu við íbúa á svæðinu sem margir hverjir aka ekki bíl.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég vil minna á að til þess að gerðið nýtist sem skyldi þyrfti stærð að vera að minnsta kosti um 1000 fm og að girðingin yrði helst um 1,60m á hæð. Það þarf að passa undirlag vel og koma fyrir anddyri svo það yrði minni hætta á að hundar slippi út úr gerðinu þegar nýr kemur inn. Hér er mikilvægt tækifæri til að gera hundagerði sem er ekki lýti á umhverfið heldur nýtist hundaeigendum vel og er fallegt að horfa á. Styð þessa tillögu og vona að hún verði vel framkvæmd!

Fyrir íbúa við austurhorn Klambratúns er ekki svefnfriður fyrir geltandi hundum á morgnum um helgar þegar hundeigendur safnast saman með hunda sína og sleppa þeim lausum þrátt fyrir að það sé óleyfilegt. Sjálfur hef ég orðið fyrir árás lausra hunda á túninu á sunnudagsmorgni. Hundar gelta jafnmikið þó þeir séu í hundagerði og trufla íbúa jafnmikið. Hundagerði eiga örugglega rétt á sér en ekki á Klambratúni.

Fjöldi fólks í hlíðum og nágrenni keyrir með hundana sína á næsta hundasvæði. Ef það væri hundagerði t.d. á Klambratúni fækkar þessum ferðum og hefur það án efa góð áhrif á menn, dýr og umhverfi. Klambratún er tilvalinn staður fyrir íbúa miðbæjar og hlíða og ekki síst annarra borgarbúa þar sem nú eru gæludýr leyfð í strætó og margir eiga leið framhjá þessu svæði með hundana sína. Svo yrði dásamlegt að fara með hundinn á hundasvæði sem er fallegra en Geirsnef!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information