Yfirbyggður leikvöllur

Yfirbyggður leikvöllur

Það væri frábært að hafa stað til þess að geta farið með börn á róló, jafnvel í mestu frosthörkunum á veturna.

Points

Það væri frábært að hafa innanhúsleikvöll fyrir yngstu börnin eins og er á Ásbrú til dæmis, þar sem hægt væri að vera á róló allt árið um kring. Það vantar staði þar sem hægt er að fara með yngstu krakkana, í öllum veðrum, þar sem þau geta hlaupið um og leikið sér.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er laust húsnæði í t.d. Hólagarði - frábær viðbót þar og myndi styðja vel við verslun og þjónustu.

Við fjölskyldan myndum nýta þetta mjög reglulega, væri frábært

Væri æði 😊

Styð þessa hugmynd heilshugar. Vantar algjörlega svona stað fyrir yngstu börnin

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information