Hundagerði í Fossvogsdal

Hundagerði í Fossvogsdal

Hundagerði á svæði mitt á milli Kópavogs og Reykjavíkur austan megin við Fossvogsskóla. Girða af svæði, smíða litla göngubrú/brýr yfir skurðinn og göngustíga að þeim.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég vil minna á að til þess að gerðið nýtist sem skyldi þyrfti stærð að vera að minnsta kosti um 1000 fm og að girðingin yrði helst um 1,60m á hæð. Það þarf að passa undirlag vel og koma fyrir anddyri svo það yrði minni hætta á að hundar slippi út úr gerðinu þegar nýr kemur inn. Hér er mikilvægt tækifæri til að gera hundagerði sem er ekki lýti á umhverfið heldur nýtist hundaeigendum vel og er fallegt að horfa á. Styð þessa tillögu og vona að hún verði vel framkvæmd!

Hundaeign hefur aukist gríðarlega í Reykjavík síðustu 10-20 ár, en aðstaða fyrir hunda og hundaeigendur er nánast engin. Hundagerði geta verið falleg og skemmtileg, bæði fyrir hundana og eigendur sem leika sér fyrir innan gerði, og fyrir annað fólk sem getur staðið fyrir utan og horft á sér til ánægju og yndisauka. Ég styð að það verði sett upp hundagerði í Fossvogi, en þó aðeins að það verði almennilega gert í samráði við hundaeigendur. Við viljum ekki lítil og ljót drullusvaðshundagerði.

Í Fossvoginum eiga margir hunda, bæði Reykjavíkurmegin og Kópavogsmegin. Það væri frábært að nýta svæðið sem er austan megin við Fossvogsskóla sem er algjörlega ónýtt eins og er í hundagerði. Það mætti setja litlar brýr yfir skurðinn og loka svæðið af og setja jafnvel bekki ef hægt er að koma því við. Þá þyrftu hundaeigendur á þessu svæði ekki að keyra annað til að sleppa hundunum sínum frjálsum og þetta væri því líka gott fyrir umhverfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information