Umferðaljós við Háteigsskóla

Umferðaljós við Háteigsskóla

Það væri gott að fá ljós við gangbrautina sem er beint á móti Háteigsskóla. Það eru mörg börn sem fara þar yfir og lenda í klandri vegna hrað akstri og litlu skyggni.

Points

Þegar börnin ganga í skólan og þurfa að fara yfir háteigsveg getur það verið stórhættulegt fyrir þau vegna hraðaksturs. Það keyra margir mjög hratt og fylgjast illa með börnunum sem stoppa við gangbrautirnar. Þessu þarf nauðsynlega að breyta.

Mjög mikilvægt að gera eitthvað til að tryggja öryggi skólabarna sem þurfa að fara yfir Háteigsveginn. Alltof mikil og hröð umferð á þessum vegi á háannatímum, sér í lagi á morgnana enda margir kennarar og nemendur á leið í skóla/vinnu. Léleg lýsing, óljósar gagnbrautarmerkingar og of mikill ökuhraði stefnir öryggi barnanna okkar í hættu. Eina skýra gangbrautin þarna yfir er við mót Háteigsvegar og Skipholts en þau gatnamót eru hættulegri þar sem von er á bílum úr mörgum áttum.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Styð það að eitthvað verði gert fyrir gangandi umferð yfir Hátieigsveginn við Háteigsskóla. Reyndar legg ég til að færa gangbrautina sem er vestan megin við Hjálmholt að þessari sem sést hér framar á myndinni austan megin við Hjálmholt. Það notast langflestir við þessa gangbraut en t.d. stoppar strætó nr 11 nær þessari gangbraut og þar af leiðir nota hana miklu fleiri. Þarna mætti setja sebrabraut, upphækkun og gangbrautarljós.

Umferðaröryggi við Háteigsveg er verulega ábótavant. T.a.m. er hvergi merkt gangbraut nema efst og neðst, 30km hámarkshraði er ekki merktur á götu og eða með tilheyrandi blikk ljósi eins og í Hamrahlíð og Safamýri, þá vantar líka lýsingu og og sebrabraut þar sem börn ættu að geta farið örugg yfir Háteigsveginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information