Rafhleðslustöðvar í Teigana

Rafhleðslustöðvar í Teigana

Setja rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla á vel valda staði í Teigunum. Tengja við hleðsludeilingartækni svipaða og E1.is svo rafbíla eigendur geti hlaðið nálægt heimilum.

Points

Það getur verið þröskuldur fyrir fólk sem vill skipta í rafbíla að aðgengi að hleðslustöðvum er erfitt í íbúðarhverfum.

Það þarf að útbúa lausn fyrir íbúa sem hafa ekki innkeyrslur. Ódýrasta og einfaldasta lausnin væri "ljósastaurahleðsla". Þá er lokinu á ljósastaurnum skipt út fyrir annað lok sem er hægt að tengja rafbíl í. Notandinn greiðir fyrir notkunina og það þarf ekki spes rafhleðslustæði. Sjá t.d. https://www.ubitricity.com/en/ og https://www.youtube.com/watch?v=rKaEhBjt1ls&t=

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Má þessi frábæra hugmynd heita rafhleðslustöðvar á valda staði í hverfin kringum Laugardal?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information