Endurnýjun á gróðri v inngang Vesturbæjarlaugar - framhald

Endurnýjun á gróðri v inngang Vesturbæjarlaugar - framhald

Nú hefur gróður verið endurnýjaður á svæði sem er austan megin við inngang Vesturbæjarsundlaugar. Það er mikill sómi af því og yndi. En rétt væri að "klára" endurplöntunina á svæðinu. Hér er átt við ígulrósabeðið sem er hægra megin við gangstíg þegar gengið er inn í bygginguna. Þetta eru herfilega ljótar plöntur, gamlar og harðnaðar og þær endurnýja sig ekki lengur. Þær eru auk þess á kafi í illgresi og augljóst að þær hafa aldrei fengið aðhlynningu, klippingu eða áburð. Til þess að tryggja sem bestan árangur þarf að jarðvegsskipta í beðinu og velja plöntur sem henta betur á þetta svæði. Ég treysti garðyrkjudeild borgarinnar (á Klambratúni) algjörlega til þess að velja hentugar og fallegar plöntur í þetta beð. Best væri auðvitað að þetta væru ekki runnar sem stinga.

Points

Til þess að fegra umhverfið og senda þau skilaboð til íbúa og sundlaugargesta að svæðið fyrir utan sé heildstætt, fallegt og vel hirt.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information