Brú yfir Elliðaárdal ofan stíflu (neðan við Breiðholtsbraut)

Brú yfir Elliðaárdal ofan stíflu (neðan við Breiðholtsbraut)

Um er að ræða brú sem verulega er komin til ára sinna og mikið skemmd. Reynt hefur verið að bera í hana nokkrum sinnum en án árangurs. Tröppur eru lélegar og í raun hættulegar enda mikið brotið upp úr þeim. Þær eru auk þess mjög brattar og á eldra fólk í miklum erfiðleikum oft á tíðum að komast leiðar sinnar vegna hönnunar og skemmda á steypu. Brúin er auk þess þröng og illa til þess fallin að hafa gangandi/hjólandi í sitthvora áttina á sama tíma. Göngusvæðið ofan stíflu við Elliðaárdal er eitt fallega svæðið til útivistar í efri byggðum og tryggja þarf að fólk komist áfallalaust leiðar sinnar yfir ána þarna ofarlega í dalnum. Byggjum nýja brú! 😀

Points

Mikið er af frábærum göngu/hjólastígum í Elliðaárdalnum en þessi brú er algjörlega óboðleg og úr takti við stígakerfið. Á veturna er stórhættulegt að komast upp og niður brúna, hvað þá ef ferðast er með barnavagn eða á hjóli. Langt er í næstu brú og freistast maður oft til að fikra sig hangandi á handriðinu upp flughálar tröppurnar að vetri.

nóg er til af afgangstimbri í sorpu til að leyfa áhugasömum að gera stiga eða ramp með minni halla, eða leyfa grjótflutningabílum að setja hlass niður, þá rampa sem snúa í norður undan flóðáttum vatnsstreymis.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þegar ég var með barn hjá dagmömmu fór ég daglega yfir þessa brú með barnavagn sem er nánast ómögulegt.

Nýja brú takk. Þessi gamla er ekki boðleg og alls ekki fyrir hjólandi og barnavagna.

Brúin er hjá vinsælu göngu og hjólasvæði í Elliðaárdalnum. Fjölmargir notast við þessa brú þegar að gengið er um dalinn og er hún komin vel til ára sinna. Hún er ekki eingöngu illa útlítandi heldur einnig illa á sig komin. Tröppurnar eru brotnar og brúin verulega þröng og illa farin. Erfitt er að komast upp tröppurnar með t.d. barnavagna eða hjól. Það yrði því mikil samgöngubót að fá endurnýjun á þessari brú.

Brúin er komin vel til ára sinna. Hún lætur mjög á sjá og er í raun hættuleg gangandi og hjólandi vegfarendum. Mjög auðvelt er að misstíga sig þegar gengið er upp mikið skemmdar tröppurnar sitthvorum megin við ána og enn hættulegra þegar gengið er niður hvort sem það er norðan eða sunnan megin þó svo að tröppurnar norður megin séu þó eilítið skárri. Ný eða verulega endurbætt brú ætti því að vera töluvert hagsmunamál Breiðhyltinga og Árbæinga og annarra sem í dalinn koma.

Brúin er algjörlega úr takti við göngustígakerfið þarna í kring sem er mjög gott. Sem dæmi má nefna að mjög erfitt er að koma barnavögnum þarna yfir og enginn leið fyrir þá sem eru í hjólastólum (s.s rafmagnsstólum) þar sem mjög bratt er upp þá rampa sem eru til hliðar við þrepin. Brúin er líka orðin gömul og viðhaldi ábótavant.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information