Bíldshöfði - sjarmerandi gata

Bíldshöfði - sjarmerandi gata

Bíldshöfði er gata sem býður upp á möguleika til þess að vera sjarmerandi fyrir gangandi og hjólandi. Þegar gengið er frá Krónunni og niður götuna blasir við fallegt útsýni yfir borgina. Sérstaklega á sólardegi þar sem helstu lýti hennar sjást minna og yfirsýnin yfir borgina er virkilega falleg. Hægt er að sjá möguleikana sem leynast til þess að gera þessa götu betri. Hægt væri að setja meiri gróður/runna/tré meðfram gangstéttum. Einnig væri hægt að haga gangstéttum þannig að þægilegra væri að ferðast um þær og auka gangbrautir, en nú er gatan skipulögð þannig að gangandi vegfarendur þurfa virkilega að passa sig. Gatan stendur við verslunarkjarna Krónunnar, Arionbanka, apóteks osfrv, á einum enda og við næstu stóru gatnamót, Ártún - miðstöð strætisvagna, og heilsugæslu í Grafarvogi. Gatan er staðsett rétt fyrir ofan Hamrahverfi og Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Og að sjálfsögðu Höfðabakka og Stórhöfða sem ennfrekar bjóða upp á enn frekari möguleika fyrir almenningsrými ef bætt væri aðgengi fyrir gangandi og hjólandi. Mæli með fyrir skipulagningsfræðinga Reykjavíkurborgar að heimsækja þessi svæði og sjá möguleikana. En hver veit, kannski er það nú þegar í farvatninu með breyttu skipulagi borgarlínu sem fer þarna um.

Points

Með því að fríkka götuna og auka aðgengi fyrir gangandi vegfarendur myndi verslun og menning aukast í þessari götu. Það myndi auka lífsgæði þeirra sem búa nálægt. En einnig er þetta svæði í alfaraleið fyrir ansi marga hvort sem fólk er á bílum eða í strætó. Góðir möguleikar fyrir gott almenningsrými og verslunarrými. Með góðri gönguleið niður í Bryggjuhverfi Grafarvogs myndu möguleikar á góðu almenningsrými aukast enn frekar, en þar er staðsett fallegt útivistarsvæði.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Áhugavert!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information