Sparkvöllur á opnu svæði milli B-landa og G-landa (Maló)

Sparkvöllur á opnu svæði milli B-landa og G-landa (Maló)

Sparkvöllurinn sem kallaður var Maló í gamla daga, og er fyrir neðan innstu raðhúsalengjuna í Búlandi, er í mjög lélegu ástandi og hefur nú verið það um alllanga hríð. Djúpar holur hafa myndast fyrir framan öll mörk á vellinum og hann í raun hættulegur þeim börnum sem hann nota, en á sumrin er þessi völlur nánast í stöðugri notkun enda mikið af börnum í hverfinu. Sífellt dýpri holur á vellinum auka líkur á slysum en samt hefur ekkert verið gert fyrir völlinn í mörg ár. Taka þarf upp ónýtar torfur, slétta undirlag og tyrfa upp á nýtt svo ekki sé nú talað um að laga ástand markanna sem á vellinum standa.

Points

Koma upp almennilegum sparkvelli-völlum/boltagerði-gerðum þarna eins og Reykjavíkurborg bíður upp á (sjá link). Kæmi í stað moldarflagsins og holanna og myndi nýtast allt árið um kring. https://reykjavik.is/thjonusta/sparkvollur-boltagerdi

Lagfæra þarf völlinn svo hann sé boðlegur í stað þess að vera hættulegur.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information