Gróðursetja eða byggja skjólvegg við Bústaðaveginn

Gróðursetja eða byggja skjólvegg við Bústaðaveginn

Nú er Bústaðavegurinn orðin mikil umferðagata og þegar maður býr í blokkunum við veginn þá finnur maður mikið fyrir hljóðmengun seint á kvöldin og á næturnar, sérstaklega um helgar. Það væri gott ef það væri hægt að gróðursetja meira fyrir framan blokkirnar eða setja upp skjólvegg til þess að draga úr hljóðmengun.

Points

Hljóðmengun, eins og frá umferð, getur haft margvísleg slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Afleiðingar eru t.d. einbeitingarörðugleikar, skert viðbragðsgeta og svefntruflanir. Helstu einkenni svefnleysis og -truflunar sérstaklega á djúpsvefni eru einbeitingaskortur, pirringur og lélegri viðbrögð og langvarandi svefnleysi orsakar streitu. Það er því mikilvægt að draga úr hljóðmengun frá umferðagötu þegar það er byrjað að trufla svefn fólks sem býr nálægt.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Tek undir þetta, hljóðmengunin er gríðarleg á þessu svæði fyrir blokkirnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information