Leiktæki á hundasvæði

Leiktæki á hundasvæði

Hundasvæðin í Reykjavík eru hrá, tómleg, leiðinleg og í niðurníðslu. Ég legg til að hundasvæðin fái steypurör og/eða hundafimi tæki þannig hundaeigendur sjái tilgang til þess að nýta hundasvæðin og verði þar með líka hvati til þess að hugsa vel um þau. Leiktækin þurfa ekki að vera kostnaðarsöm eða fyrirferðamikil, en þar sem gerðin eru of lítil til að hægt sé að kasta bolta í þeim er nauðsynlegt að hafa einhverskonar afþreyingu fyrir hundana.

Points

ađ umhverfisþjàlfa hund myndi verđa mikiđ auđveldara og skemmtilegra međ fallegu hundasvæđi

Hugsum vel um hundana okkar, það eru fjölmargir hundaeigendur meðal Reykvíkinga og hundarnir eiga skilið skemmtileg og örugg svæði að leika sér á.

Frábær hugmynd þar sem hundagerðin í Reykjavík eru í algjörri niðurníslu og það myndi svo sannarlega lífga upp á hundagerðin að hafa einhver hundafimitæki.

Hundar eru eins og börnin, þurfa eitthvað til að leika sér með eða að

Við höfum ábyrgð á þessum dýrum, viljum við ekki að þau séu glöð?

Frábær hugmynd og nauðsinleg:)

Æðisleg hugmynd og þetta fær svo sannarlega dýraeigendur að koma og nýta svæðið meira❤

Hundar þurfa að hafa eitthvað fyrir standi og eins og segir eru gerðin lítil og lítilfjölbreytt og ekkert sem hvetur hundaeigendur að þeim

Jahhá!! Það yrði kannski til þess að fleiri hundaeigendur myndu sjá tilgang að mæta í gerðin og fá þar með tækifæri til að umhverfisþjálfa hundana sína betur :) Þetta er eins og með leikvelli fyrir börn, það sér enginn tilgang með leikvelli sem er ekki með neinum leiktækjum á. Plús að þau yrðu prýði fyrir borgina í stað þess að vera lýti.

þetta er frabært. vantar einmitt að setja sma metnað í hundamenningu hér á landi og er ég sjálfur buinn að vera spá í einmitt þessu. Sveitafélög þurfa fara átta sig á að hundamenning snýst um meira en bara göngutúra. Hægt að nota dekk og mála þau i skemmtilegum litum.

Hundar þurfa að hafa eitthvað að skoða, þefa, klifra upp á, skríða undir eða hlaupa um í. Með þéttingu byggðar er nauðsynlegt að gera ráð fyrir hundasvæðum. Þau þurfa alls ekki að vera lýti á umhverfið eins og þau eru nú.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Er árið ekki örugglega 2018 en ekki 1900 og súrkál? Eða er ég eitthvað að ruglast? Eiga hundar ekki skilið almennileg úti- og leiksvæði? Ásamt aðgang að vatnssopa.

Allir þurfa að hafa eitthvað að gera, líka hundar. Með því að setja leiktæki á hundasvæði opnar það mikla möguleika fyrir hundaeigendur að gera eitthvað skemmtilegt með hundum sínum. Það bæði örvar hugan og er góð umhverfisþjálfun fyrir hundinn. Sáttur og vel þjálfaður hundur er góður hundur. Allir græða.

Það vantar alfarið ásættanleg hundasvæði

Samspil hunda og manna er einstakt. Hundar hafa gaman að áskorunum og er frábært að þjálfa þá í gegnum leik. Það að setja upp leiktæki fyrir hunda á hundasvæði gæti ekki aðeins veitt hundum og eigendum þeirra ánægju heldur einnig öðrum sem gætu notið þess að fylgjast með leiknum.

Tel þetta vera nauðsynlegt og einnig að hafa nóg af tunnum til að losa sig við úrganginn. Svæðið á að vera vel merkt um nauðsyn þess að halda svæðinu snyrtilegu til að minnka smit og grasseringu sýkla því eigi að þrífa upp eftir dýrin...

Þar sem lausaganga hunda er takmörkuð, er nauðsynlegt að hafa vel afgirt hundagetði til að leyfa hundum að hlaupa og hitta aðra hunda. Jarðvegurinn þarf að vera annað og meira en bara gras.

Hundar elska allskonar áskorun og hafa gaman að leysa verkefni . Reykjavíkugorg getur gert hundasvæðin betri fyrir litil pening, t.d. með því að nota dekk, tréstubba , stóru steina ofv.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information