Útilíkamsrækt

Útilíkamsrækt

Svæði meðfram voginum sem nýtist hjólafólki, hlaupafólki og öðrum þar sem vönduð tæki eru sett upp þar sem unnið er með eigin þyngd. Nokkur tæki eru núþegar til staðar en þau eru öll annaðhvort úreld eða illa ígrunduð til dæmis nýjasta tækið neðan Gerðhamra þar sem upphýfingarstöng er annaðhvort í 3m hæð eða með þrefalt eðlilegt ummál og dýfur henta ekki fyrir fólk með eðlilega axlabreidd.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er ekki nokkur maður sem notar svona tæki. Þetta er algjör peningasóun. Ég geng mikið um grafarvoginn og hef verið mikið í Gufunesbæ þar sem svona tæki eru og þau eru alldrei notuð.

Sigurgeir, það eru reyndar alls ekki svona tæki í gufunesbæ. Ég bý við nýjasta tækið við voginn og sé iðulega fólk staldra við og klóra sér í hausnum vegna þess að tækið er með einsdæmum illa hannað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information