Stutt er á milli vallanna og gaman væri ef annar þeirra væri í nógu góðu ástandi til að spila á.
Hugmyndin er frábær, að hafa íþróttavöll, í þessu tilfelli körfuboltavöll í miðju hverfinu. Því miður er svo komið að enginn nýtur þess að spila á körfubolta á hvorugum vellinum. Því er nú komið að nauðsynlegu viðhaldi og gaman væri að sjá annan þessara valla í góðu og spilanlegu ásigkomulagi. Spurning hvort hægt væri að hafa "stuttar" körfur auk þeirra sem eru í löglegri hæð?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation