Göngubrú yfir Sæbraut

Göngubrú yfir Sæbraut

Göngubrú til móts við Höfða

Points

Mjög mikil umferð gangandi fólks er yfir Sæbraut. Gangabrautaljós eru þannig stillt að bíða þarf til þess að komast yfir hvora akrein fyrir sig og því er algengt að sjá fólk hlaupa yfir á móti rauðu ljósi og skapa þannig hættu fyrir sjálft sig og aðra. Göngubrú væri þarna góð lausn.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Aðgengni gangandi vegfarenda yfir Sæbraut er mjög slæm og getur reynst hættuleg. Það væri hægt að leysa með göngubrúm og undirgöngum þar sem strætó stoppar og öðrum fjölförnum stöðum (t.d. við Höfða, Holtagarða/Sægarða og við Kirkjusand) líkt og það var leyst fyrir gangandi vegfarendur við Miklabraut.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information