Stærsti snjallsprellikarl í heimi

Stærsti snjallsprellikarl í heimi

Stærsta - og jafnvel eina - snjallsprellikarli heims verði komið fyrir á hentugu grænu svæði í Breiðholti, helst í Bökkunum. Settur verði upp 10–12 metra hár staur og sprellikarlinn festur tryggilega efst á hann. Í stað þess að fólk togi í spotta til að láta karlinn sprella verður hann forritaður þannig að fólk getur sent sms eða hringt í sérstakt símanúmer sprellikarlsins sem veifar þá höndum og fótum í einskærri gleði við mikla ánægju viðstaddra. Karlinn gæti jafnvel einnig gefið frá sér einhver fögur hljóð í stöku tilfellum, sungið lítið lag eða kveðið rímur um Breiðholtið. Ágóðinn af símhringingum myndi renna til góðgerðarmáls sem yrði valið sérstaklega í upphafi sumars (líklega þolir hann ekki vetrarríkið í efri byggðum). Síðan mætti skipta sprellikarlinum út og setja upp sprellikonu og jafnvel sprellidýr. Þannig yrði fjölbreytni og jafnrétti tryggt, enda fylgir öllu sprelli nokkur alvara.

Points

Þetta er sniðugt, skemmtilegt, hressandi og flott

Til hvers? Þađ er svo margt fèlagslega uppbyggilegt sem hægt væri ađ gera viđ þessa 45 milljónir. Skemmtilegt fyrirbæri jú en ekki fyrir 45 millur

Þessi sprellikarl yrði heimsfrægur á nótæm. Láta vefmyndavél sýna frá honum og leyfa fólki úti i heimi að senda á hann skilaboð og styrkja þar með viðkomandi málefni. Þessi leið á eftir að raka inn peningum og ég get bara ekki séð rök gegn þessu. Ég vil mæla með því að styrkja Neistann og Villiketti ❤😽

Eftir talsverða rannsóknarvinnu sýnist mér að snjallsprellikarl af þessu tagi verði algjört einsdæmi á heimsvísu. Þetta yrði fyrsta risasprellikarlinn til almenningsnota, líklega sá stærsti í heimi og pottþétt sá eini sem hefði það hlutverk að afla fjár til góðgerðarmála. Fyrirbærið væri því einstakt á heimsvísu, skemmtilegt, gott aðdráttarafl og öflug markaðssetning á Breiðholtinu - fyrir utan að vera frábært innlegg í snjallborgina Reykjavík.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Dýrt í framkvæmd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information